fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

Ráð til að styrkja ónæmiskerfið, Það er ýmislegt sem við getum gert sjálf til að styrkja ónæmiskerfið okkar.

RÁÐ TIL AÐ STYRKJA ÓNÆMISKERFIÐ

Styrkjum ónæmiskerfið

Það er ýmislegt sem við getum gert sjálf til að styrkja ónæmiskerfið okkar. Hér koma nokkur atriði sem vert er að skoða og fá hugmyndir því sterkt ónæmiskerfi er afar dýrmætt fyrir heilsuna og okkar stærsta vörn gegn hinum ýmsu sjúkdómum og umgangspestum.

Andleg líðan

Margar rannsóknir hafa sýnt að andleg líðan hefur mikil áhrif á ónæmiskerfið. Að vera stöðugt undir miklu álagi og streitu veikir ónæmiskerfið. Það sama á við um ýmis áföll sem við verðum fyrir, mikinn kvíða, erfið samskipti og rifrildi. Til að styrkja ónæmiskerfið er því mikilvægt fyrir okkur að geta kúplað frá daglegu amstri og hlúð að okkur með sjálfsumhyggju og slökun ásamt því að gera það sem okkur finnst skemmtilegt og nærandi fyrir sálina. 

Yoga nidra, slökun, hugleiðsla, göngutúrar úti í náttúrunni, hlusta á góða tónlist, fara í nudd, jákvæðar staðhæfingar, tala við góðan vin og gufubað eru allt atriði sem draga úr stressi og streitu. Finndu hvað hentar og virkar best fyrir þig. 

Svefn

Svefninn skiptir miklu máli og er mjög mikilvægur fyrir ónæmiskerfið. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem svaf 4 tíma eða minna jók líkurnar fjórfalt á að fá umgangspestir, kvef og flensu heldur en þeir sem sváfu 6 tíma eða meira. Æskilegur svefn er sagður 7-8 tímar svo líkaminn geti hvílst og sinnt viðhaldi ónæmiskerfisins og fleiru því sem nauðsynlegt er. Ýmislegt hjálpar þeim sem eiga erfitt með að sofa og sofna, hér koma nokkrar ábendingar. 

Forðast ljós frá skjá eða sjónvarpi 30-60 mínútum fyrir svefn. Auka dagsbirtu yfir daginn. Forðast inntöku á koffíni 6 klst fyrir svefn Borða ekki eftir kl. 20 á kvöldin. Fá sér róandi te. Fara í heitt bað eða sturtu. Taka magnesíum fyrir svefninn.

Þarmaflóra

Það er mjög mikilvægt fyrir ónæmiskerfið að halda þarmaflórunni heilbrigðri. Hún er ein af undirstöðum góðrar heilsu og hjálpar upptöku og nýtingu næringarefna í líkamanum. Til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru þurfum við að borða holla og trefjaríka fæðu, sýrt grænmeti, ýmsa gerlaríka drykki og góðgerla í hylkjum. Fæða sem inniheldur mikið af góðgerlum fyrir þarmaflóruna er m.a. sýrt grænmeti, kombucha, miso, jógúrt og jurtajógúrt.

Hreyfing

Regluleg hreyfing eykur orku og dregur úr streitu. Hún viðheldur líka heilbrigðu ónæmiskerfi. Finndu þá hreyfingu sem hentar þér og þér finnst skemmtileg. Dans, jóga, göngutúrar og útivera eru frábær hreyfing ásamt öllu því framboði sem líkamsræktarstöðvar bjóða uppá. 

Mataræði

Það er ekki til neitt eitt rétt mataræði, hver og einn þarf að finna hvað hentar sér. En eitt er það sem flestir geta farið eftir og það er að borða litríka,  fjölbreytta og trefjaríka fæðu, því það er eitt af því sem styrkir ónæmiskerfið hvað mest. Veljum lífrænt þegar við getum, höfum fæðuna sem minnst unna svo við fáum sem mesta næringu út úr henni. Þvoum grænmeti og ávexti, notum heilsusamlegar matreiðsluaðferðir og pössum að fá alltaf góðan skammt af græna litnum í salati og meðlæti. Borðum gerlaríka fæðu ásamt því að halda sykurneyslu í lágmarki. Þetta stuðlar að sterku ónæmiskerfi sem er skjöldur líkamans fyrir óæskilegum utanaðkomandi pestum og sýkingum.

Bætiefni

Þrátt fyrir að borða hollt og lifa heilbrigðum lífsstíl þurfum við flest að taka inn bætiefni reglulega. Þau bætiefni sem styrkja ónæmiskerfið eru m.a. D-vítamín, K 2/7 vítamín, C-vítamín, góðgerlar, magnesíum, góðar stein- og snefilefnablöndur, fjölvítamín og túrmerik. Einnig eru til góðar blöndur sem eru sérstaklega ætlaðar til að styrkja ónæmiskerfið eins og Immune support blandan frá Wild Nutrition. 

Scroll to Top