fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

Food - grown magnesíum frá wild nutrition - Magnesíum færðu nóg? Magnesíum rík fæða

MAGNESÍUM: FÆRÐU NÓG?

Magnesíum er eitt af þeim steinefnum sem líkami okkar hefur ekki efni á að hunsa. Þetta öfluga steinefni ber ábyrgð á yfir 300 ensímefnahvörfum í líkamanum. Einnig er það nauðsynlegt til að halda uppi efnaskiptum líkamans svo vöðvar og hjarta gangi eðlilega. Magnesíum spilar stórt hlutverk í að viðhalda heilbrigði og eflir okkur andlega sem og líkamlega, styrkir bein og tennur, minnkar þreytu, kvíða og stress.
Þrátt fyrir að vera svona mikilvægt fyrir líkamann er magnesíumskortur mjög algengur. Talið er að 75% vestrænna kvenna fái ekki nóg af magnesíum og flestar vita það ekki einu sinni.

Hvernig veistu hvort þig skortir magnesíum?
Eftirfarandi einkenni geta gefið til kynna að þig gæti skort magnesíum:
 • Hár blóðþrýstingur
 • Sykursýki
 • Offita
 • Beinþynning
 • Svefnleysi
 • Síþreyta
 • Næmi fyrir hávaða
 • Kvíði
 • Fyrirtíðaspenna (PMS)
 • Astmi
 • Túrverkir
 • Magakrampar
 • Nýrnasteinar
 • Höfuðverkur
 • Mígreni
 • Vefjagigt
 • Magabólgur
 • Hægðatregða
Hvers vegna er magnesíum skortur svona algengur?
Ein stærsta ástæðan er aukin neysla á skyndibita sem oft samanstendur af mikið unnum og næringarsnauðum kolvetnum, próteini og fitum.
Í öðru lagi þá er ýmislegt sem rænir líkamann magnesíum eða gengur á birgðirnar t.d. óhófleg áfengisneysla, orkudrykkir og mikil koffinneysla, streita, álag á taugakerfið, ýmis lyf eins og getnaðarvarnarpilla, þvagræsandi lyf, beinþéttnilyf, blóðþrýstingslyf og hægðalyf.
Til eru vitamin sem hjálpa líkamanum að nýta magnesíum sem best og má þar helst nefna B6-vítamín, D-vítamín og selen, og er gott að taka það með magnesíum.
Hvernig er best að koma í veg fyrir magnesíumskort?
Vera dugleg að borða magnesíumríkan mat, drekka kaffi og áfengi í hófi og taka reglulega inn gott magnesium eins og t.d. Food Grown magnesíum.
Hér er smá listi yfir mat sem inniheldur magnesíum:
 • Graskersfræ
 • Möndlur
 • Valhnetur
 • Hveitikím
 • Hafrar
 • Hirsi
 • Bókhveiti
 • Bygg
 • Brún hrísgrjón
 • Þari
 • Avókadó
 • Grænkál
 • Brokkolí
 • Fíkjur
 • Döðlur

Scroll to Top