fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

Túrmerik healthy dóttir vefverslun vítamín fæðubótarefni bólgueyðandi túrmerik turmerik

KRAFTURINN Í TÚRMERIKRÓTINNI

Í hinum vestræna heimi er túrmerikrótin þekktust sem guli liturinn í karrý kryddblöndum. Í Asíu hafa hefðbundin Ayurvedic-fræði notað túrmerik í þúsundir ára sem eina af sínum kröftugustu lækningajurtum. Túrmerik er ein mest rannsakaða plantan úr þessum fræðum vegna þess hve endalaus heilsufarslegur ávinningur er við inntöku og neyslu þessarar gulu göldróttu rótar, bæði sem stuðningur við ýmis líffæri og líkamskerfi og líkamann í heild. 

Bólgueyðandi
Túrmerik er líklega frægust fyrir bólgueyðandi eiginleika sína, sem hjálpa til við að vinna á óæskilegum eða langvarandi bólgum. Reynslan sýnir sérstaklega mikla virkni við ýmis meiðsli, liðagigt, stjórnun á histamínmagni, húðsjúkdómum eins og exem eða psoriasis. Vegna hæfileikans til að koma jafnvægi á ónæmiskerfið getur það verið mjög gagnlegt í aðstæðum þar sem ónæmiskerfið er orðið „ofvirkt“ eins og í legslímuflakki, skjaldkirtilsbólgu (Hashimoto’s) og efnaskiptaheilkenni.
Ónæmiskerfið
Rannsóknir hafa sýnt að túrmerik inniheldur mikið af bakteríudrepandi efnum. Hefðbundið túrmerik hefur í gegnum aldirnar verið notað sem árstíðarbundin lækning á vetrarmánuðum við kvefi og flensu, en einnig allt árið vegna annarra sýkinga, meltingartruflana og bólgumyndunar í líkamanum. Þeir sem umgangast mikið af fólki dags daglega vegna vinnu geta tekið túrmerik að staðaldri til að vernda sig gegn smiti og sýkingum.   
Afeitrun og hreinsun
Túrmerik styrkir lifrina með því að breyta eiturefnum eða óæskilegum efnum sem framleidd eru af líkamanum svo sem gömlum hormónum í minna skaðleg efnasambönd sem eyðast úr líkamanum á öruggan hátt. Á sama tíma virkar mikil andoxunargeta túrmerikrótarinnar til að vernda lifrina og restina af líkamanum gegn hugsanlegum skaðlegum áhrifum mengunar.
Meltingarvegurinn
Ayurvedic-fræðin tala um túrmerik sem “heitt” krydd. Því er það notað til að örva meltinguna, sem gerist með því að stuðla að auknu blóðflæði og styðja við slímhúð í meltingarvegi. Túrmerik eykur einnig gallflæði. Gall er vökvi sem er búinn til og sleppt út í lifur og geymdur í gallblöðru. Gall hjálpar til við meltingu og hjálpar við að brjóta niður fitu sem er óæskileg fyrir líkamann en hjálpar einnig við upptöku á heilsusamlegri fitu. 
Liðir og hreyfanleiki
Rannsóknir hafa sýnt að þegar túrmerik er notað sem partur af heildrænni meðferð getur það dregið úr liðverkjum og eymslum, hrörnun brjósks og bólgum í liðum. Þetta getur gagnast fólki á öllum aldri, ekki bara á eldri árum þar sem túrmerik er frábært jurt til að nota fyrir alla.
Andleg heilsa 
Rannsóknir sýna okkur að þunglyndi kemur oftar fram hjá þeim sem eru með skert ónæmiskerfi. Vísindamenn hafa bent á að stöðugt hækkað magn bólgueyðandi cýtókína (tegund ónæmispróteina) í líkamanum geta valdið skorti á orku, svefntruflunum og breytingum á skapi. Þessi tegund þunglyndis er ekki aðeins viðbrögð við veikindunum heldur stafar það af því að cýtókín, sem virkjar ónæmiskerfið, hefur misst getu sína til að fara aftur í jafnvægisástand. Rannsóknir hafa sýnt að túrmerik er fær um að örva bólgueyðandi virkni cýtókíns, sem hjálpar líkamanum að komast aftur í betra jafnvægi sem getur styrkt geðheilsuna.
Scroll to Top