fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

Self care í sóttkví rútínur eða ritulas til að byrja daginn á

SELF CARE Í SÓTTKVÍ

Okkur langar að deila með ykkur hugmyndum að self care morgun rútínum. Þetta getur verið
innblástur fyrir ykkur, en síðan hvetjum við ykkur til að skapa ykkar eigin rútínur og rituals á
morgnana. Við gerum ekki alltaf sömu hlutina, heldur veljum okkur eins og af matseðli út frá
tímanum sem við höfum. Mundu að allt telur, líka þótt þú hafir bara 10-15 mínútur. Báðar
eigum við okkar uppáhalds rútínur og þegar við náum að gera þær finnum við að þær gera
svona “feel good” tilfinningu í morgunsárið og eru góð byrjun á deginum.

Unplug fyrsta klukkutímann. Með undantekingu ef þú ert að ná í tónlist, podcast eða
annað til að hlusta á. Prófaðu að sleppa instagram skrollinu eða lesa fréttirnar þegar
þú vaknar. Það er auðveldara ef þú sefur ekki með símann við hliðina á þér. Að byrja
daginn í nútvitund með sjálfum sér er eitthvað sem við óskum að allir fái að upplifa.
Tunguskafan er eitt af okkar uppáhalds áhaldi. Að skafa á sér tunguna áður en þú
borðar eða drekkur á morgnana virkar eins og mini detox og tekur bara 20 sekúndur.
Á fastandi maga. Það er svo margt sem er ráðlegt að byrja daginn á og taka á
fastandi maga. Við eigum okkar uppáhalds, en breytum reglulega um til að fá
fjölbreytnina. Hér koma nokkrar tillögur: 1-2 msk hörfræolía – Sítrónuvatn (1 glas af
vatni + 2 msk sítrónusafi) hægt að drekka bæði heitt og kalt – Eplaediksvatn (1 glas
vatn + 2 msk eplaedik + 1 msk engiferskot) + Grænn djús + Selerídjús + Engifer
og/eða Túrmerikskot. Svo nærum við okkur með góðum morgunmat og bætiefnum.
Þurrburstun. Húðin er stærsta líffærið okkar og við þurrburstun þá eykst blóðflæðið,
sogæðakerfið örvast, losum okkur við dauðar húðfrumur, örvum taugaendana í
húðinni og hún fer að glóa. Eftir þurrburstun finnst okkur gott að setja á okkur góða
húðolíu. Þessi er í uppáhaldi hjá okkur núna Body Oil Soft Apricot & Fresh Lemon.
Skin care. Við elskum að skvetta á andlitið köldu vatni, þrífa húðina og bera á okkur
gott serum eða andlitsoliu og rúlla því inn i húðina með kristalsrúllu. Prófaðu aðra
hvora þessa Face Oil Stress Relief & Balancing eða Face Oil Uplifting & Regenerating.
Hugleiðsla. Hvort sem við sitjum kyrr í 2 mínútur með lokuð augun eða fylgjum
einhverju hugleiðslukerfi, finnst okkur aðalmálið vera að gefa okkur rólega byrjun á
deginum. Okkur finnst skipta mestu máli að hugleiða reglulega en ekki hveru lengi
við gerum það.
Vaknaðu fyrr. Ef þig langar til að bæta inn í rútínuna þína meira self care en finnst þig
vanta tíma, þá er upplagt að vakna aðeins fyrr. Bara á korteri nærðu að gera meira
en þig grunar.
Self care í sóttkví morgun rútínur rituals til að gera
Scroll to Top