fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

Möndlumjólk með góðgerlum

Að borða og drekka mat með góðgerlum gerir þarmaflóruna hamingjusama og sterka. 
Okkur finnst upplagt að vera hugmydaríkar og nota Multi strain probiotic duftið frá Wild Nutrition útí drykki og ofan á mat.
Hér erum við með uppskrift af möndlumjólk sem er í miklu uppáhaldi hjá okkur þar sem við notum góðgerlana okkar.
Við bjóðum líka uppá frábæran meltingarpakka sem inniheldur góðgerla og meltingarensím til að styrkja þarmaflóruna og hjálpa okkur að hafa reglulegar hægðir.
Möndlumjólk uppskrift með probiotic meltingargerlum frá Wild Nutrition
Krydduð möndlumjólk með góðgerlum
1 dl möndlur
4 dl vatn
2-4 döðlur (má sleppa fyrir alveg ósæta mjólk)
1 tsk multi strain probiotic wild nutrition
½ tsk vanilla
½ tsk kanilduft
¼ tsk kardamom
nokkur sjávarsaltkorn
Möndlurnar eru lagðar í bleyti yfir nótt. Ef þú hefur tíma er gott að afhýða möndlurnar, en þess þarf ekki. Setjið möndlurnar í blandara og malið þær smátt, bætið döðlunum og vatninu útí og blandið vel. Sigtið mjólkina með því að nota síupoka eða mjög fínt sigti. Setjið mjólkina aftur í blandarann og bætið multi strain probiotic og kryddum útí ásamt nokkrum saltkornum og klárið að blanda. Mjög svalandi að setja 1-2 klaka útí þegar þið blandið þetta saman.

Scroll to Top