fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

RÁÐ TIL AÐ GERA HREINSUNINA ÁHRIFARÍKARI

Við mæðgur tökum reglulega ýmsar tegundir af hreinsunum, bæði í venjum og mataræði. Okkur finnst það skemmtilegt og það gefur líka góða samvisku að taka ábyrgð á heilsunni okkar og vellíðan.
Við vorum að fá alveg frábæran 7 daga hreinsikúr í sölu Rapid Cleanse sem hentar vel fyrir þá sem vilja taka stutta og árangursríka hreinsun. Við erum líka með aðra sem er 28 daga Hreinsun-Pakki.
Við tókum saman nokkur ráð sem hafa reynst okkur árangursrík og hjálpleg til viðmiðunar þegar við erum að hreinsa.
Við getum ekki mælt nógu mikið með því að innleiða hreinsun af einhverju tagi inn í daglega lífið. Það er svo góð tilfinning að gera það sem maður getur sjálfur til að eldast vel og halda heilsunni til að geta notið lífsins til fulls.

Vor hreinsun Hreinsunar pakki detox prógram matarprógram vítamínþrenna fyrir hreinsun frá wild nutrition


Tyggjum hvern bita allavega 10 sinnum. Munnvatnið sem er framleitt þegar við tyggjum matinn inniheldur meltingarensím sem hjálpa til við að brjóta niður fæðuna og hefja meltingu.

Drekkum vel af vatni yfir daginn. Vatnið heldur okkur ferskum, vakandi og forðar okkur frá vökvaskorti. Gott er að hafa vatnið ekki alveg ískalt, og það er frábært að setja stundum sítrónu útí vatnsglasið.

Veljum lífrænt þegar það er hægt, sérstaklega ávexti og grænmeti sem við borðum með hýðinu.

Auka neyslu grænmetis, ávaxta og berja. Fáum mikið af vítamínum og trefjum í kroppinn.

Meltingargerlar, verum dugleg að taka inn góð gæði af meltingargerlum.

Vöndum eldunaraðferðirnar, minna bras og meira ferskt.

Hlustum á líkamann okkar og borðum bara þegar við erum svöng.

Taka út gervisætu, koffeindrykki, áfengi og djúpsteikt á meðan hreinsunin er.

Höldum hvítu hveiti, glúten og mjólkurvörum í lágmarki. Ef við erum ekki með mjólkuróþol er lífrænt jógúrt og lífrænn ostur í lagi.

Tunguskafa, sköfum á okkur tunguna kvölds og morgna til að fjarlægja óæskilegar bakteríur og draga úr andremmu.

Neti pot, til að hreinsa öndunarveginn og fyrirbyggja kvef og ennisholusýkingar ásamt þvi að lina ofnæmi

Fáum nægan svefn, mikill galdur í góðum svefni

Hugleiðum daglega, finnum góða hugleiðslu sem passar við þann tíma sem við höfum þann daginn.

Scroll to Top