fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

ÞURRBURSTUN

Á haustin og veturnar skiptir umhirða húðarinnar miklu máli. Að taka sér tíma til að þurrbursta húðina áður en þú stígur inn í sturtu eða ofan í bað er ein af okkar uppáhalds self-care venjum.

Í sífellt þróandi heimi af vörum og aðferðum, þá tökum við eftir að við förum oft í upprunann. Þurrburstun er aldargömul aðferð sem er jafnframt ein af einföldustu og mest áhrifaríkustu leiðum til að viðhalda heilbrigðri húð. Á meðan þurrburstun leiðir til mýkri og glóandi húðar þá er ávinningurinn mun meiri. Aðferðin er sögð örva eitlana (e. lymphatic drainage) sem á að hjálpa líkamanum að losa sig við óæskileg efni, eykur blóðflæði og endurnýjun húðar sem leiðir til aukins teygjanleika og minnkar jafnvel ásýnd appelsínuhúðar. Ásamt því að vera stærsta líffærið okkar þá er húðin einnig mikilvægust þegar kemur að afeitrun (e. detoxification). Húðin losar um það bil fjórðung af heildarúrgangi sem líkaminn okkar losar sig við daglega. Þessi aðferð bætir upp hreinsunarferlið sem húðin sér um. Þetta er orkugefandi jafnt sem slökunaraðferð og þegar við færumst inn í veturinn er þægilegt að finna hitann sem myndast í húðinni þegar kalt er úti.

• Notum bursta með náttúrulegum hárum.
• Burstum húðina þegar hún er þurr, fyrir sturtu eða bað.
• Byrjum neðst á líkamanum hjá yljum eða ökklum og vinnum okkur upp.
• Burstum alltaf húðina í átt að hjartanu, nema bakið er burstað frá hálsi og niður bakið.
• Burstum húðina varlega þar sem hún er viðkvæm t.d. á bringu og brjóstum.
• Skolum líkamann vel eftir burstunina.
• Fyrir enn meiri hreinsun og aukið blóðflæði er gott að hafa sturtuna heita og kalda til skiptis.
• Endum á að bera á líkamann góða nærandi lífræna olíu.
• Gott er að þvo burstann eftir nokkur skipti með volgu vatni, hengja upp og láta hann þorna alveg áður en hann er notaður aftur.

Þurrburstun Healthy Dóttir rakagefandi lífræn líkamsolía

Talið er að burstunin hjálpi til við upptöku næringarefna þar sem þurrburstun hjálpar húðinni að drekka í sig næringu, því þegar þú burstar húðina ertu einnig að losa stíflur og verður húðin móttækilegri fyrir kremum, olíum og næringu. Því er gott að bera á sig góða lífræna olíu til að gefa húðinni góðan raka og næringu eftir á.
Lífrænu Soothing Olive og Refreshing Citrus líkamsolíurnar frá Booming Bob eru í uppáhaldi hjá okkur til að bera á húðina eftir þurrburstun.

Healthy Dóttir baðbursti húðbursti þurrbursti líkamsbursti líkamsskrrúbbur bursta húðina slit á húð þurrstun líkamsbursti að bursta líkamann

Scroll to Top