Við mæðgur höfum nýlega endurnýjað ást okkar á því að fara í heitt bað með ilmandi baðsalti! Til að mynda eftir æfingu, á kvöldin fyrir svefninn ásamt því að vera frábær leið til að taka smá slökun hvenær sem er yfir daginn.
Himalaya-salt er talið eitt það hreinasta í heimi og í því er að finna 84 af þeim 92 steinefnum og málmum sem í líkamanum eru, t.d. kalk, magnesíum, kalíum, kopar og járn. Gott er að nota Himalaya salt sem baðsalt og fá næringuna í gegnum húðina. Við elskum að blanda mismunandi lífrænum ilmkjarnaolíum við Himalaya saltið. Veljum við þá ilmkjarnaolíu sem hentar vel hverju sinni fyrir okkur.
BAÐSALT
- Gróft himalaya-salt
- Lífræn Ilmkjarnaolía að eigin vali
- Blandið vel saman og látið þorna aðeins áður en sett er í krukku
- Skreyta með þurrkuðum blöðum af jurtum/blómum (Rósablöð eru í uppáhaldi hjá okkur)

Dæmi um okkar uppáhalds Booming Bob ilmkjarnaolíur í baðsaltið:
- 5 dropar af peppermint og 5 dropar af orange
- 5 dropar af lavender og 5 af Bergamot
- 3-4 dropar af grapefruit, 3-4 dropar af eucalyptus og 3-4 dropar af orange
- 10 dropar af lavender
- 10 dropar af Patchouli
