fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

BOOMING BOB

Booming Bob eru húðvörur úr olíum. Vörurnar eru lausar við allt vatn og í þeim eru eingöngu notaðar öflugar og nærandi náttúrulegar olíur, vax og plöntuþykkni. Framan á hverri vöru standa öll innihaldsefnin sem í henni eru, hvert innihaldsefni er valið vegna lágmarksáhrifa þeirra á umhverfið, virkni þeirra og gæða.

Lífræn og sjálfbær

Booming Bob er byggt á tveimur meginstoðum: Gegnsæi og endingu. Fyrir þá skiptir miklu máli að þetta eru ekki tóm orð sem hljóma vel, heldur vilja þeir einnig sýna það í verki og það gera þeir með vörunum sínum. 

Gegnsæi

Gegnsæi þýðir að við erum opin með bæði innihald og framleiðslu. Booming Bob trúir að innsýn veiti þeim sjálfstraust og hafa þau valið að lista öll innihaldsefnin framan á hverri vöru þar sem þau eru ánægð með að sýna innihaldið. Hvert innihaldsefni hefur sitt hlutverk og er engum fylliefnum bætt við. Það skiptir máli að neytendur skilji hvað þeir setja á húðina sína og séu fullvissir um að það séu góð innihaldsefni sem virka vel fyrir húðina þeirra.

Sjálfbærni

Booming Bob er stöðugt að leitast við að draga úr loftlagsfótspori sínu með markvissum leiðum, allt frá fræi til lokaafurðar.

Val á framleiðendum

Booming Bob vinnur með umhverfisvottuðum framleiðendum sem til viðbótar við að bjóða uppá lífræn hráefni, hafa umhverfisstörf samþætt inn í viðskiptin sín. Þetta felur í sér endurnýjanlega orku frá sólarfrumum, minni vatnsnotkun og minni úrgangsmyndun.

Framleiðsla

Booming Bob notar ekki efni sem setur álag á plánetuna, til að mynda pálmaolía. Innihaldsefnin sem þau nota koma frá lífrænni ræktun sem mætir mjög miklum umhverfisstöðlum.

Efni og endurvinnsla

Notkun á plastefnum er lágmörkuð og þau plastefni sem eru notuð eru endurunnin að fullu eða að hluta til. Ytri umbúðirnar samanstanda af 100% endurunnum pappír. Öll efnin eru endurvinnanleg og eru flokkuð sem dökkt gler, plast og pappi.

Lífrænar húðvörur olíur fyrir húðina frá Booming Bob vörumerkinu
Scroll to Top