fbpx

FRÍ HEIMSENDING ÞEGAR VERSLAÐ ER YFIR 15.000 KR

WILD NUTRITION

Wild Nutrition Food Grown fæðubótarefni sem styrkja ónæmiskerfið

Wild Nutrition er fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða FOOD-GROWN® fæðubótarefni.

Einstakt

Wild Nutrition eru fremstir í flokki þegar kemur að FOOD-GROWN® fæðubótarefnum. FOOD-GROWN® fæðubótarefni eru framleidd í einstöku ferli þar sem ræktuð eru nauðsynleg næringarefni í náttúrulegum mat, sem þýðir að líkaminn tekur upp næringaefnin alveg eins og hann væri að fá grænmeti og ávexti. Með þessari aðferð nær líkaminn að nýta nær alla næringuna úr fæðubótarefninu. Wild Nutrition trúir að það sé árangursríkara heldur en að taka fæðubótatöflur sem eru fullar af íblöndunarefnum.

Öflug

Þú færð meiri virkni úr FOOD-GROWN® fæðubótarefnum ásamt því að þurfa taka inn minni skammt en af samsvarandi fæðubótarefni sem er ekki FOOD-GROWN®. Stærsti ávinningurinn af fæðubótarefnum almennt eru næringarefnin sem líkami þinn vinnur úr þeim, en ekki þau efni sem skiljast út án þess að vera notuð. Þetta er styrkleiki Wild Nutrition fæðubótaefnanna sem eru 100% FOOD-GROWN®. Til dæmis sýndi ein rannsókn að líkaminn nýtti FOOD-GROWN® C-vítamín 1210% betur en einangraða askorbínsýru.

Sannað

Yfir 50 óháðar rannsóknir styðja fullyrðingar Wild Nutrition og einnig telja margir áhrifamiklir sérfræðingar FOOD-GROWN® fæðubótarefni vera áhrifaríkustu vöru sinnar tegundar. Síðan eru það neytendur okkar og viðskiptavinir næringarfræðinga sem nota vörurnar okkar vegna þess að þeir finna áhrifin sem FOOD-GROWN® fæðubótarefni hafa á heilsu þeirra.

Saga Wild Nutrition

Síðastliðin 15 ár hefur Henrietta Norton stofnandi Wild Nutrition nýtt menntun sína í næringarfræðum til að aðstoða fólk sem hafa átt við hin ýmsu næringartengdu vandamál að stríða. Sérstaklega hefur henni verið hugleikin heilsa kvenna, allt frá frjósemi og streitu til tíðahvarfa og breytingaskeiðs. Fyrst sem næringafræðingur í tveimur heilsugæslustöðvum, síðan sem sérfræðingur í að búa til næringarformúlur fyrir bætiefni fyrir nokkur af stærstu vörumerkjum í Evrópu.
Eftir margra ára rannsóknarvinnu var hún fullviss að FOOD-GROWN® bætiefni væru þau sem upptaka næringarefna, væri auðveldust og árangursríkust fyrir líkamann.
Síðan Wild Nutrition var stofnað fyrir 8 árum hefur Henrietta og hennar teymi hjálpað hundruðum kvenna sem hafa fengið betri líðan, aukna orku og betri svefn svo eitthvað sé nefnt.

Scroll to Top